100 urriðar hafa veiðst í Elliðaánum 22. maí 2013 18:13 Veiðimaður reynir við urriðann skammt frá Ármótum í Elliðaánum. Mynd / Trausti Hafliðason Það sem af er maímánuði hafa veiðst 100 urriðar í Elliðaánum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Í vorveiðinni, sem stendur til 5. júní, er veitt í ofanverðum Elliðaánum eða fyrir ofan Hraun. „Sem fyrr hafa drýgstu veiðistaðirnir verið Höfuðhylur ásamt Hólmatagli annars vegar, og hins vegar svokölluð Ármót, þar sem Bugða fellur til Elliðaár," segir á vef SVFR. „Framan af var veiði frekar dræm sökum kulda, en undanfarið hefur mjög ræst úr, og þeir sem brúka þurrflugu hafa gert mjög góðar vaktir og náð 10-12 urriðum. Skilur þar augljóslega á milli þeirra sem veiða vel, og þeirra sem fá minna, hversu vel þurrflugan virkar þegar að fluga er að klekjast út." Á vef SVFR kemur fram að veiðst hafi allt að fimm punda urriðar í vorveiðinni.Muna að skila veiðiskýrslu Ágætt er að ítreka það við veiðimenn sem stunda veiðar í Elliðánum að skila veiðiskýrslu til skrifstofu Stangaveiðifélagsins. Ber veiðimönnum að senda tölvupóst á netfangið svfr@svfr.is. Í honum þarf að koma fram nafn veiðimanns, veiðistaður, lengd/þyngd á fiski og nafn á agni. Þessar upplýsingar eru bráðnauðsynlegar til þess að hægt sé að gefa sem besta mynd af lífríki Elliðaánna og fiskistofnum þeirra.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Það sem af er maímánuði hafa veiðst 100 urriðar í Elliðaánum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Í vorveiðinni, sem stendur til 5. júní, er veitt í ofanverðum Elliðaánum eða fyrir ofan Hraun. „Sem fyrr hafa drýgstu veiðistaðirnir verið Höfuðhylur ásamt Hólmatagli annars vegar, og hins vegar svokölluð Ármót, þar sem Bugða fellur til Elliðaár," segir á vef SVFR. „Framan af var veiði frekar dræm sökum kulda, en undanfarið hefur mjög ræst úr, og þeir sem brúka þurrflugu hafa gert mjög góðar vaktir og náð 10-12 urriðum. Skilur þar augljóslega á milli þeirra sem veiða vel, og þeirra sem fá minna, hversu vel þurrflugan virkar þegar að fluga er að klekjast út." Á vef SVFR kemur fram að veiðst hafi allt að fimm punda urriðar í vorveiðinni.Muna að skila veiðiskýrslu Ágætt er að ítreka það við veiðimenn sem stunda veiðar í Elliðánum að skila veiðiskýrslu til skrifstofu Stangaveiðifélagsins. Ber veiðimönnum að senda tölvupóst á netfangið svfr@svfr.is. Í honum þarf að koma fram nafn veiðimanns, veiðistaður, lengd/þyngd á fiski og nafn á agni. Þessar upplýsingar eru bráðnauðsynlegar til þess að hægt sé að gefa sem besta mynd af lífríki Elliðaánna og fiskistofnum þeirra.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði