Sportbíll BMW-Toyota sýndur í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2013 08:45 Samstarfið handsalað fyrr á þessu ári. Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent
Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent