Bangsi lendir í árekstri en labbar burt Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 11:45 Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent
Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent