Óheppið dádýr á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 08:45 Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent