Bíó og sjónvarp

Júragarðurinn snýr aftur árið 2015

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/coming soon
Svo virðist sem eitthvað sé að skýrast varðandi fjórðu myndina í seríunni um Júragarðinn.

Vefsíðan Coming Soon birti mynd af flennistóru auglýsingaskilti fyrir myndina sem hékk uppi á sýningunni Licencing Expo 2013 í Las Vegas sem hófst í dag.

Framtíð seríunnar, sem hófst árið 1993 með myndinni Jurassic Park sem Steven Spielberg leikstýrði, hefur verið í lausu lofti um árabil.

Nýlega var tilkynnt um gerð fjórðu myndarinnar hefði verið frestað, en áætlaður frumsýningardagur hennar var 13. júní á næsta ári og var það leikstjórinn Colin Trevorrow (Safety Not Guaranteed) sem átti að sitja við stjórnvölinn.

Í bæklingi sýningarinnar kemur fram að myndin verði í þrívídd, en Universal hafa ekki sent frá sér tilkynningu vegna myndarinnar ennþá. Við bíðum því spennt. Eða hvað?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.