Lífið

Styrktarleikur FC Ógnar fer fram í kvöld

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Árlegur styrktarleikur knattspyrnuliðsins FC Ógnar fer fram í kvöld.
Árlegur styrktarleikur knattspyrnuliðsins FC Ógnar fer fram í kvöld.
„Það er gríðarlega mikil spenna fyrir leiknum,“ segir Rakel Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá Vesturporti og leikmaður knattspyrnuliðsins FC Ógnar.

Í kvöld fer fram árlegur styrktarleikur FC Ógnar en að þessu sinni eru mótherjarnir þjóðþekktir söngvarar og söngkonur. Í liði mótherjana má meðal annars nefna þá Eyjólf Kristjánsson, Magna, Garðar Thor Cortes, Hreim Örn Heimisson og Krumma Björgvinsson, en söngkonurnar Þórunn Antonía, Sigga Beinteins, Elín Ey og Ragga Gísla munu einnig reima á sig takkaskóna.

„Við hræðumst Hreim Örn mikið, við vitum að hann er vel spilandi. Svo vitum við af Þróttaranum Jóni Ólafssyni. Hann er samt örlítið eldri en Hreimur."

Þjálfarar FC Ógnar verða þó fjarri góðu gamni í kvöld. „Auðun Helgason var að þjálfa okkur en fór svo að þjálfa í Fram og hefur engan tíma fyrir okkur lengur, allavega ekki á meðan tímabilið stendur yfir. Varaþjálfarinn okkar, Björn Hlynur Haraldsson, kemst ekki heldur svo við erum þjálfaralausar í kvöld.“

Allur ágóði leiksins rennur óskertur til Ágústu Amalíu Sigurbjörnsdóttir sem greindist með Hodgins eitilfrumuæxli fyrir stuttu. Ágústa er þriggja barna móðir og kennir við Flataskóla, en er um þessar mundir í lyfjameðferð og er því frá vinnu. Leikurinn hefst kl. 20 á gervigrasinu í Frostaskjóli en þar verður boðið upp á veitingar og blöðrur fyrir börnin.

Þeir sem vilja leggja málefninu lið er bent á styrktarreikninginn: 0536-14-300768, Kt. 150174-5899.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.