Lífið

Ofurfyrirsæta á Íslandi

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Karlie Kloss hefur meðal annars unnið fyrir Victoria´s Secret og Christian Dior.
Karlie Kloss hefur meðal annars unnið fyrir Victoria´s Secret og Christian Dior. Nordicphotos/Getty
Fyrirsætan Karlie Kloss var stödd hér á landi um helgina ásamt fjölskyldu sinni og kærasta, fjárfestinum Joshua Kushner.

Kloss deildi myndum af sér í íslenskri náttúru á samskiptavefnum Instagram þar sem hún lýsir yfir hrifningu sinni á landi og þjóð.

Fyrirsætan mun meðal annars hafa farið í fjórhjólaferð um Fljótdalshérað á meðan hún var stödd hér.

Kloss er fræg fyrir að hafa gengið tískupallana fyrir Victoria´s Secret, og Christian Dior.

Hana má nú sjá í auglýsingum fyrir tískurisann Louis Vuitton en hún var í öðru sæti yfir frægustu fyrirsætur í heimi hjá Models.com.

Kloss deildi mynd af sér í náttúrulaug.
Upp á jökli
Kloss var augljóslega hrifin af íslenskri náttúru.
Myndaði landið bak og fyrir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.