Lífið

Íslenskur ljósmyndari myndar fyrir breskan fatahönnuð

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Kári Sverrisson
Kári Sverrisson ljósmyndari lauk nýlega við myndatöku fyrir tvö bresk fatamerki; Liquorish og Rock Kandy.  Rock Kandy er selt í verslunarkeðjunni New Look í Bretlandi en Liquorish er þekkt fatamerki og hafa stjörnur eins og Rihanna, Emma Bunton og söngkonan Alesha Dixon klæðst fötunum. Þá er fatamerkið Liquorish selt víða um heim en verslunin Moodbox í Firðinum í Hafnarfirði selur það hér á landi.

Rock Kandy er nýtt merki sem er fáanlegt í New Look í Bretlandi, en New Look er stór verslunarkeðja með í kringum 1000 verslanir í Bretlandi Rock Kandy er bara fáanlegt í New Look, en markhópurinn eru 14-20 ára stúlkur.
Hönnuður vildi fá Kára í verkefnið

„Ég kynntist hönnuðinum Elifh Heffernan á bakvið þessi tvö merki fyrir stuttu. Við kynntumst þegar ég var í vinnuferð í London. Hönnuðurinn tók nafnspjaldið mitt og hefur fylgst með mér á Facebook síðan þá. Hún sendi mér svo tölvupóst þar sem hún sagðist vilja fá mig til að mynda sumarlínu Rock Kandy og hluta af Sumarlínu Liquorish," segir Kári ljósmyndari spurður út í myndatökuna.

Vann með hæfileikaríku fólki

„Myndatakan var þar síðustu helgi. Að henni kom mikið af hæfileikaríku fólki. Þá langar mig að nefna Margréti Sæmundsdóttir sem sá um alla förðun, Katrínu Sif sem er eigandi Sprey hárstofu en hún sá um hárið á fyrirsætunum. Það var Síta Valrún sem sá um stíliseringu í myndatökunni."

Fatnaðurinn sendur sérstaklega til Íslands

„Módelin komu frá Eskimo Models, þær Steinunn María fyir Liquorish og Ólöf var andlit Rock Kandy. Það er skemmtilegt að segja frá því að hún sendi fatnaðinn til landsins, og ég myndaði hann hér heima. Hún treysti mér og mínu teymi 100% fyrir tökunni og útkomunni."

Bak við tjöldin.
Stórt tækifæri

„Þetta er því stórt tækifæri fyrir mig og alla sem komu að tökunni því nöfnin okkar munu birtast víða og andlit módelanna birtast meðal annars í tímaritum í Bretlandi ásamt því að vera partur af fréttaefni og auglýsingum New Look samsteypunnar," segir Kári ánægður.

Það þarf að huga að óteljandi hlutum fyrir myndatökuna.
Varaliturinn verður að vera í lagi - þannig er það bara.
Hér má einnig sjá brot úr sumarlínu Rock Kandy sem er eingöngu fáanlegt hjá New Look.

Facebooksíða Kára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.