Argur lestarstjóri Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2013 11:30 Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent