Mexíkó nýja draumaland ofurbílanna Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2013 13:15 Ferrari bíll Kína hefur verið mest vaxandi ákvörðunarstaður dýrra ofurbíla á undanförnum árum, en viðskiptablaðið Forbes spáir því að mikill vöxtur verði í eftirspurn eftir þannig bílum í Mexíkó á næstu árum. Fyrir stuttu barst Ferrari 15 pantanir í Ferrari LaFerrari bílinn frá Mexíkó og á Ferrari von á því að það marki einungis upphafið í góðri eftirspurn þaðan í bíla þeirra. Ýmis teikn eru á lofti sem styðja þessar væntingar. Efnahagurinn í Mexíkó er á lóðréttri uppleið og milljónamæringum fjölgar dag frá degi. Stjórnmálaástand er stöðugt, hagvöxtur mikill, menntun sífellt batnandi og nálægðin við Bandaríkin hefur gert viðskiptalífinu gott. Því horfa bílaframleiðendur dýrra bíla hýru auga til landsins sunnan við Bandaríkin. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa á undanförnum árum reist verksmiðjur í Mexíkó og eru bílaframleiðendur ekki síst þar á meðal. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Kína hefur verið mest vaxandi ákvörðunarstaður dýrra ofurbíla á undanförnum árum, en viðskiptablaðið Forbes spáir því að mikill vöxtur verði í eftirspurn eftir þannig bílum í Mexíkó á næstu árum. Fyrir stuttu barst Ferrari 15 pantanir í Ferrari LaFerrari bílinn frá Mexíkó og á Ferrari von á því að það marki einungis upphafið í góðri eftirspurn þaðan í bíla þeirra. Ýmis teikn eru á lofti sem styðja þessar væntingar. Efnahagurinn í Mexíkó er á lóðréttri uppleið og milljónamæringum fjölgar dag frá degi. Stjórnmálaástand er stöðugt, hagvöxtur mikill, menntun sífellt batnandi og nálægðin við Bandaríkin hefur gert viðskiptalífinu gott. Því horfa bílaframleiðendur dýrra bíla hýru auga til landsins sunnan við Bandaríkin. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa á undanförnum árum reist verksmiðjur í Mexíkó og eru bílaframleiðendur ekki síst þar á meðal.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent