Lífið

Alveg eins og Kim

Það verður spennandi að sjá myndir af nýfæddri dóttur Kim og Kanye.
Það verður spennandi að sjá myndir af nýfæddri dóttur Kim og Kanye. MYND/GETTY
Eins og frægt er orðið eignuðust Kim Kardashian og Kanye West litla stúlku í gær. Barnið var að flýta sér í heiminn og fæddist fimm vikum fyrir settan dag, en öllum heilsast vel.

Heimildamaður slúðurtímaritsins E! Online sagði í viðtali að barnið væri með mjög dökkt hár og líktist móður sinni mikið. Hún væri nú þegar komin með „Kardashian -útlitið“.

Sú litla hefur ekki enn fengið nafn, enda bara eins dags gömul. Kim lét þó hafa eftir sér í viðtali á dögunum að nafnið myndi líklega byrja á stafnum K.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.