Lífið

Eiginmaðurinn réðist á Nigellu Lawson

Charles Saatchi réðist á eiginkonu sína á almannafæri síðustu helgi.
Charles Saatchi réðist á eiginkonu sína á almannafæri síðustu helgi. MYND/PEOPLE MAGAZINE
Óhugnalegar myndir sem sýna eiginmann Nigellu Lawson taka hana hálstaki fara nú eins og eldur í sinu um netið.



Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað síðustu helgi og á myndum sem vefsíða Mirror birti í dag sést Charles grípa eiginkonu sína hálstaki á harkalegan hátt fjórum sinnum. Vegfarandi sagði Nigellu hafa yfirgefið veitingastaðinn í mjög miklu uppnámi.

„Hún hækkaði róminn og var mjög reið, en á sama tíma var hún að reyna að róa hann niður, næstum eins og maður róar niður barn. Hann var mjög ógnandi og hún virtist mjög hrædd við hann,“ sagði vegfarandinn.

Charles og Nigella hafa verið gift í 10 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.