Toyota sparar með fækkun íhluta Finnur Thorlacius skrifar 17. júní 2013 08:45 Toyota varði 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla á síðasta ári. Hjá Toyota eru til 50 mismunandi gerðir af loftpúðum sem verja eiga hné farþega. Er það dæmi um hve margar gerðir íhluta eru hjá fyrirtækinu, en nú ætlar Toyota að skera hressilega niður í íhlutafjöldanum. Með því ætlar Toyota bæði að spara tíma og fé, ekki síst við þróun nýrra bíla. Kostnaður á að lækka um allt að 30% fyrir vikið. Toyota varði á síðasta ári 9,6 milljörðum dollara, eða 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla og það finnst sumum hjá japanska framleiðandanum of mikið. Dæmið um fjölda loftpúðanna á sér hliðstæðu í flestum öðrum bílapörtum. Vatnskassar eru til að mynda af 100 gerðum, en verða skornir niður í 21 gerð og lofpúðagerðirnar verða brátt orðnar aðeins 10. Átján mismunandi strokkstærðir eru í vélum Toyota bíla en verða brátt aðeins 6. Þessi þróun hjá Toyota mun orsaka fækkun margra af smærri birgjum þess og hafa þeir eðlilega miklar áhyggjur af því. Því er þessi þróun vatn á myllu stærri framleiðendanna sem munu þurfa að framleiða meira magn af færri gerðum íhluta. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Hjá Toyota eru til 50 mismunandi gerðir af loftpúðum sem verja eiga hné farþega. Er það dæmi um hve margar gerðir íhluta eru hjá fyrirtækinu, en nú ætlar Toyota að skera hressilega niður í íhlutafjöldanum. Með því ætlar Toyota bæði að spara tíma og fé, ekki síst við þróun nýrra bíla. Kostnaður á að lækka um allt að 30% fyrir vikið. Toyota varði á síðasta ári 9,6 milljörðum dollara, eða 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla og það finnst sumum hjá japanska framleiðandanum of mikið. Dæmið um fjölda loftpúðanna á sér hliðstæðu í flestum öðrum bílapörtum. Vatnskassar eru til að mynda af 100 gerðum, en verða skornir niður í 21 gerð og lofpúðagerðirnar verða brátt orðnar aðeins 10. Átján mismunandi strokkstærðir eru í vélum Toyota bíla en verða brátt aðeins 6. Þessi þróun hjá Toyota mun orsaka fækkun margra af smærri birgjum þess og hafa þeir eðlilega miklar áhyggjur af því. Því er þessi þróun vatn á myllu stærri framleiðendanna sem munu þurfa að framleiða meira magn af færri gerðum íhluta.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent