Sport

Bolt kom í Formúlubíl inn á Bislett

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Usain Bolt var fljótur að jafna sig á óvæntu tapi í 100 m hlaupi í Róm í síðustu viku er hann vann öruggan sigur í 200 m hlaupi á Demantamóti í Ósló.

Hið árlega Bislett-mót fór fram á þessum sögufræga leikvangi í kvöld en Bolt var án nokkurs vafa stjarna kvöldsins. Hann kom í mark á 19,79 sekúndum sem er besti tími ársnis til þessa.

Heimamaðurinn Jasuma Saidy Ndure varð annar og James Ellington frá Bretlandi þriðji. Bolt er sá fyrsti á þessu ári sem hleypur þessa vegalengd undir 20 sekúndum en hann setti einnig vallarmet á Bislett í kvöld.

Bolt lætur sjaldan lítið fyrir sér fara og kom inn á leikvanginn í kvöld í Formúlu 1 bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×