Lífið

Einar leysir Jón Jónsson af

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Jón og Einar eru báðir bæði blaðamenn og músíkantar.
Jón og Einar eru báðir bæði blaðamenn og músíkantar. MYND/ÚR SAFNI
Einar Lövdahl Gunnlaugsson mun leysa Jón Jónsson af sem ritstjóri Monitors næstu mánuði, en eins og Vísir hefur greint frá eignaðist Jón dreng í vikunni með unnustu sinni. Einar hefur starfað sem blaðamaður hjá Monitor frá því í maí 2011 og mun verma ritstjórasætið á meðan Jón er í fæðingarorlofi.

Blaðamennskan er þó ekki það eina sem þeir kollegar eiga sameiginlegt, en Einar er ungur og upprennandi tónlistarmaður. Hann gaf út sitt fyrsta lag í september 2012 og stefnir á að gefa út plötu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.