Handbolti

Minnist baðferðar Ólafs Stefánssonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Valli

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, er einn þeirra sem hefur deilt skemmtilegri minningu um handboltamanninn Ólaf Stefánsson.

Ólafur leikur sem kunnugt er sinn síðasta landsleik á sunnudag þegar Rúmenar koma í heimsókn. Aron rifjar upp atvik frá því þeir Ólafur deildu herbergi á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð.

„Ég veit ekki hvort hann var byrjaður á þessu heimspekidóti þá en hann hafði áhuga á heimspeki. Hann las oft brot úr þeim bókum sem hann var að lesa fyrir mann," rifjar Aron upp.

Þeir félagar voru komnir upp á herbergi eftir leik á mótinu. Aron fór að sofa en Ólafur var enn að lesa í rúmi sínu.

„Svo vakna ég um nóttina til að fara að pissa og þá er Óli allt í einu í baðinu að lesa í einni heimspekibókinni sinni," segir Aron. Hann segir atvikið eftirminnilegt og skemmtilegt.

Hægt er að senda Ólafi Stefánssyni kveðju á Takkoli.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×