Lífið

Jackie Chan gerir söngleik um sjálfan sig

Kristjana Arnarsdóttir skrifar

Leikarinn og bardagalistamaðurinn Jackie Chan skrifar þessa dagana söngleik sem byggir á lífi hans.

Þá ætlar hann að laga sjálfsævisögu sína, „I Am Jackie Chan: My Life in Action“, að söngleiknum en ævisöguna gaf hann út árið 1998. „Við erum að leita að leikstjórum fyrir söngleikinn núna,“ sagði leikarinn á blaðamannafundi í New York á þriðjudag.

Í söngleiknum ætlar hinn 59 ára Chan að fara yfir uppvaxtarárin í Hong Kong, tímann í fimleikahópnum Seven Little Fortunes og það að stíga fram sem bardagalistamaður í skugga goðsagnarinnar Bruce Lee.

Chan hefur áður talað um dálæti sitt á söngleikjum. „Ég elskaði The Sound of Music. Þegar ég var yngri kunni ég enga ensku en ég horfði á alla myndina.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.