Sport

Maraþonmaðurinn fær þátttökurétt á Wimbledon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nicolas Mahut
Nicolas Mahut

Frakkinn Nicolas Mahut er einn þeirra sem fær þátttökurétt á Wimbledon-mótinu í tennis þrátt fyrir að staða hans á heimslista sé ekki nógu góð til að öðlast keppnisrétt.

Skipuleggjendur Wimbledon veita nokkrum spilurum þátttökurétt árlega á þeim forsendum að þeir hafa áður vakið athygli eða eru taldir geta aukið áhuga almennings á mótinu.

Mahut, sem situr í 224. sæti heimslistans, er þekktur fyrir maraþonleik sinn gegn Bandaríkjamanninum John Isner á mótinu árið 2010. Leikurinn stóð yfir í ellefu klukkustundir og fimm mínútur en Isner hafði sigur 70-68 í fimmta settinu.

Guardian hefur tekið saman þá tennismenn og -konur sem fá þátttökurétt á mótinu sem hefst 24. júní.

Einliðaleikur karla

1. Matthew Ebden (Ástralía)

2. Kyle Edmund (Bretland)

3. Nicolas Mahut (Frakkland)

4. James Ward (Bretland)

5. Tilkynnt síðar

6. Tilkynnt síðar

7. Tilkynnt síðar

8. Tilkynnt síðar

Einliðaleikur kvenna

1. Elena Baltacha (Bretland)

2. Anne Keothavong (Bretland)

3. Johanna Konta (Bretland)

4. Tara Moore (Bretland)

5. Samantha Murray (Bretland)

6. Andrea Petkovic (Bretland)

7. Tilkynnt síðar

8. Tilkynnt síðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×