Dekkjasalan - Ný dekk og pólýhúðun 9. apríl 2013 00:01 Valdimar Sigurðsson og Snorri Hermannsson stilla sér upp með nokkrum sýnishornum af söluvörum. mynd/vilhelm Það tók blaðamann smá tíma að finna Dalshraun 16 í Hafnarfirði þar sem Dekkjasalan ehf. er til húsa. Starfsmenn fyrirtækisins brostu í kampinn þegar blaðamaður tjáði þeim raunir sínar og Valdimar Sigurjónsson forstjóri sagði að gárungarnir kölluðu þetta "Týndahraun". Það er jákvætt fyrir okkur að vera hérna inni í portinu. Það er jákvætt fyrir okkur að vera hérna inni í portinu. Hér eru oft nokkur hundruð dekk á planinu í lok dags sem á eftir að skrá í sölu og koma á sinn stað en við erum með húsnæði hér í kring þar sem við geymum lager. Við ættum í erfiðleikum ef við værum til dæmis við umferðargötu," segir Valdimar. Þrjú ár eru síðan Dekkjasalan ehf. opnaði umboðssölu þar sem fólk getur komið með dekk og felgur. Andvirði vörunnar er svo lagt inn á reikning söluaðilans að frádregnum sölulaunum. "Öll dekk og allar felgur sem koma til okkar eru skráð á sölusíðuna www.dekkjasalan.is þar sem fram koma allar upplýsingar. Til dæmis myndir, verð, lýsing, stærð, gerð, slit og fleira. Heimasíðan er uppfærð daglega," upplýsir Valdimar og bætir við að Dekkjasalan bjóði mjög breiða vörulínu í dekkjum. "Við erum með nokkrar tegundir af nýjum dekkjum og svo mismikið notuð dekk þannig að allir geta fundið eitthvað við hæfi, bæði hvað varðar gæði og verð."Umsýsla og pólýhúðun á felgumBlaðamaður veitti eftirtekt þeim ótalmörgu felgum sem voru í húsinu. "Þegar við opnuðum byggðist hugmyndin að miklu leyti upp í kringum dekk. Strax kom þó í ljós að mikil þörf var á umsýslu með felgur. Fljótlega var lagerinn hjá okkur kominn í tvö þúsund felgur og þá settum við aukinn kraft í að mæta þeirri eftirspurn með aukinni þjónustu. Við gerðum samning við Hagstál ehf. um að pólýhúða og erum með sérstaka liti sem við höfum þróað með þeim og okkar viðskiptavinum," segir Valdimar.Felgurnar 90% af útliti bílsinsSnorri Hermannsson kom til liðs við Dekkjasöluna á síðasta ári. Hann hefur um 30 ára reynslu úr dekkjageiranum. Að sögn Snorra er Dekkjasalan frábrugðin hefðbundnu dekkjaverkstæði á margan hátt. "Hér er mun fjölbreyttari starfsemi en á hefðbundnu dekkjaverkstæði t.d. hvað varðar felgurnar og þjónustuna í kringum þær. Við erum til dæmis að bjóða okkar viðskiptavinum heildarlausn þegar kemur að pólýhúðun sem hefur vantað á markaðinn. Við lánum viðskiptavinum felgur og dekk meðan verið er að pólýhúða felguganginn þeirra, þannig að bíllinn er ekki stopp á meðan," segir Snorri en þjónustan hefur mælst mjög vel fyrir. "Margir segja að felgurnar séu níutíu prósent af útliti bílsins og ég get verið sammála því. Svipurinn á bíleigandanum þegar nýpólýhúðaðar felgur eru komnar undir bílinn hjá þeim er allavega í samræmi við það," bætir Snorri við. Vöruhús Dekkjasölunnar er að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði og er opið frá klukkan 8 til 18 virka daga og frá 10 til 16 á laugardögum. Síminn er 587-3757. Einnig er hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á netfanginu dekkjasalan@dekkjasalan.is Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Það tók blaðamann smá tíma að finna Dalshraun 16 í Hafnarfirði þar sem Dekkjasalan ehf. er til húsa. Starfsmenn fyrirtækisins brostu í kampinn þegar blaðamaður tjáði þeim raunir sínar og Valdimar Sigurjónsson forstjóri sagði að gárungarnir kölluðu þetta "Týndahraun". Það er jákvætt fyrir okkur að vera hérna inni í portinu. Það er jákvætt fyrir okkur að vera hérna inni í portinu. Hér eru oft nokkur hundruð dekk á planinu í lok dags sem á eftir að skrá í sölu og koma á sinn stað en við erum með húsnæði hér í kring þar sem við geymum lager. Við ættum í erfiðleikum ef við værum til dæmis við umferðargötu," segir Valdimar. Þrjú ár eru síðan Dekkjasalan ehf. opnaði umboðssölu þar sem fólk getur komið með dekk og felgur. Andvirði vörunnar er svo lagt inn á reikning söluaðilans að frádregnum sölulaunum. "Öll dekk og allar felgur sem koma til okkar eru skráð á sölusíðuna www.dekkjasalan.is þar sem fram koma allar upplýsingar. Til dæmis myndir, verð, lýsing, stærð, gerð, slit og fleira. Heimasíðan er uppfærð daglega," upplýsir Valdimar og bætir við að Dekkjasalan bjóði mjög breiða vörulínu í dekkjum. "Við erum með nokkrar tegundir af nýjum dekkjum og svo mismikið notuð dekk þannig að allir geta fundið eitthvað við hæfi, bæði hvað varðar gæði og verð."Umsýsla og pólýhúðun á felgumBlaðamaður veitti eftirtekt þeim ótalmörgu felgum sem voru í húsinu. "Þegar við opnuðum byggðist hugmyndin að miklu leyti upp í kringum dekk. Strax kom þó í ljós að mikil þörf var á umsýslu með felgur. Fljótlega var lagerinn hjá okkur kominn í tvö þúsund felgur og þá settum við aukinn kraft í að mæta þeirri eftirspurn með aukinni þjónustu. Við gerðum samning við Hagstál ehf. um að pólýhúða og erum með sérstaka liti sem við höfum þróað með þeim og okkar viðskiptavinum," segir Valdimar.Felgurnar 90% af útliti bílsinsSnorri Hermannsson kom til liðs við Dekkjasöluna á síðasta ári. Hann hefur um 30 ára reynslu úr dekkjageiranum. Að sögn Snorra er Dekkjasalan frábrugðin hefðbundnu dekkjaverkstæði á margan hátt. "Hér er mun fjölbreyttari starfsemi en á hefðbundnu dekkjaverkstæði t.d. hvað varðar felgurnar og þjónustuna í kringum þær. Við erum til dæmis að bjóða okkar viðskiptavinum heildarlausn þegar kemur að pólýhúðun sem hefur vantað á markaðinn. Við lánum viðskiptavinum felgur og dekk meðan verið er að pólýhúða felguganginn þeirra, þannig að bíllinn er ekki stopp á meðan," segir Snorri en þjónustan hefur mælst mjög vel fyrir. "Margir segja að felgurnar séu níutíu prósent af útliti bílsins og ég get verið sammála því. Svipurinn á bíleigandanum þegar nýpólýhúðaðar felgur eru komnar undir bílinn hjá þeim er allavega í samræmi við það," bætir Snorri við. Vöruhús Dekkjasölunnar er að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði og er opið frá klukkan 8 til 18 virka daga og frá 10 til 16 á laugardögum. Síminn er 587-3757. Einnig er hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á netfanginu dekkjasalan@dekkjasalan.is
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira