Hvað gerist ef ómenntaður einstaklingur starfar sem læknir? Ellý Ármanns skrifar 12. júní 2013 10:51 Steinar B Aðalbjörnsson næringarfræðingur sem heldur úti síðunni Steinarb.net skrifar hugleiðingu um ómenntaða einstaklinga hér á landi sem eru duglegir að gefa almenningi heilsuráð eða skrifa jafnvel heilu bækurnar um hvað skal borða til að ná betri heilsu. Hér má lesa brot úr greininni. Getur hver sem er gefið ráð? En hvert erum við komin ef hver sem er má gefa ráðleggingar um mataræði? Myndi verkfræðingur fá vinnu sem verkfræðingur í starf sem krefðist verkfræðingsmenntunar hversu mikla og góða skoðun sem hann kynni að hafa á verkfræði? Getur einstaklingur sem ekki hefur próf til að stýra flugvél sest inn í eina af vélum Icelandair og tekið á loft? Af hverju eiga þeir sem t.d. hafa lítinn sem engan grunn í næringarfræði að fá að veita ráðleggingar til almennings? Ég veit dæmi þess að ómenntaðir atvinnubloggarar, ómenntaðir líkamsræktarfrömuðir, osteopatar með algera lágmarksmenntun í næringarfræðum, einkaþjálfarar sem byggja á eigin reynslu, höfundar bóka um næringu og margir aðrir veita ráðleggingar til almennings um næringu þrátt fyrir að menntun til þess arna sé ekki til staðar. Hvað myndi samfélagið okkar gera ef ómenntaður einstaklingur starfaði sem læknir? Margir myndu segja að inngrip næringarfræðings sé ekki eins mikið og læknis og því sé þetta ekki samanburðarhæft. En þeir hinir sömu skilja þá ekki hvað það er sem matvæli gera við og fyrir líkama okkar þegar þeirra er neytt. Sjá þessir lítið menntuðu einstaklingar heildarmyndina? Vita þeir hvað gerist í líkamanum þegar matar er neytt? Vita þeir jafn mikið og sá sem hefur farið í yfirgripsmikið næringarfræðinám þar sem flest atriði næringar koma fram og kennt er bæði um þá hluti sem maður hefur áhuga á og þá hluti sem maður hefur ekki áhuga á? Eru þeir ómenntuðu að skoða það sem þeir hafa áhuga á? Leggja þeir sig líka fram um að fá „hina sýnina“ á allt sem þeir láta frá sér? Ég held að almenningur ætti að spyrja þessara spurninga þegar kemur að því að velja sér einstakling til að hjálpa sér með mataræðið. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr menntun þeirra sem eru ekki með næringarfræðimenntun á bakinu og eru að gefa ráðleggingar um mataræði. En vert er að muna að maður verður ekki góður fræðimaður á því að lesa greinar og velja niðurstöður rannsókna sem henta fyrirfram ákveðnum málflutningi. Slíkt kallast á fræðimálinu „Cherry-picking“ og það geta allir gert, lærðir jafnt sem ólærðir. En þó slíkt sé sagt þá viðurkenni ég fyrstur manna að mjög margir færir einstaklingar hafa haft mjög mikil áhrif á hinar ýmsu fræðigreinar þrátt fyrir litla menntun. Hér á landi hefur þó skapast hefð fyrir því að hinir og þessir gefi ráðleggingar um mataræði. Einhvern veginn finnst mér það vera þannig að þeim mun meiri sem öfgarnar eru að þeim mun fleiri muni hlusta og fara eftir. Meðalhófið sýnist mér vera hundleiðinlegt og því nennir enginn. Sleppum þessum mat, borðum mikið af þessum, alls ekki þennan mat eftir kl. 14 á daginn eru algengar ráðleggingar. Svo hefur maður heyrt ráðleggingar um að eyrnabólga minnki ef þú ert í blóðflokki O og hættir að borða kjúkling. Annað er í svipuðum dúr og ráðleggingar um fjölbreytt, hollt og hóflegt mataræði virðast vera týndar og tröllum gefnar; vísindin, þegar kemur að næringu, eru ekki „hipp og kúl“. Pistil Steinars í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Steinar B Aðalbjörnsson næringarfræðingur sem heldur úti síðunni Steinarb.net skrifar hugleiðingu um ómenntaða einstaklinga hér á landi sem eru duglegir að gefa almenningi heilsuráð eða skrifa jafnvel heilu bækurnar um hvað skal borða til að ná betri heilsu. Hér má lesa brot úr greininni. Getur hver sem er gefið ráð? En hvert erum við komin ef hver sem er má gefa ráðleggingar um mataræði? Myndi verkfræðingur fá vinnu sem verkfræðingur í starf sem krefðist verkfræðingsmenntunar hversu mikla og góða skoðun sem hann kynni að hafa á verkfræði? Getur einstaklingur sem ekki hefur próf til að stýra flugvél sest inn í eina af vélum Icelandair og tekið á loft? Af hverju eiga þeir sem t.d. hafa lítinn sem engan grunn í næringarfræði að fá að veita ráðleggingar til almennings? Ég veit dæmi þess að ómenntaðir atvinnubloggarar, ómenntaðir líkamsræktarfrömuðir, osteopatar með algera lágmarksmenntun í næringarfræðum, einkaþjálfarar sem byggja á eigin reynslu, höfundar bóka um næringu og margir aðrir veita ráðleggingar til almennings um næringu þrátt fyrir að menntun til þess arna sé ekki til staðar. Hvað myndi samfélagið okkar gera ef ómenntaður einstaklingur starfaði sem læknir? Margir myndu segja að inngrip næringarfræðings sé ekki eins mikið og læknis og því sé þetta ekki samanburðarhæft. En þeir hinir sömu skilja þá ekki hvað það er sem matvæli gera við og fyrir líkama okkar þegar þeirra er neytt. Sjá þessir lítið menntuðu einstaklingar heildarmyndina? Vita þeir hvað gerist í líkamanum þegar matar er neytt? Vita þeir jafn mikið og sá sem hefur farið í yfirgripsmikið næringarfræðinám þar sem flest atriði næringar koma fram og kennt er bæði um þá hluti sem maður hefur áhuga á og þá hluti sem maður hefur ekki áhuga á? Eru þeir ómenntuðu að skoða það sem þeir hafa áhuga á? Leggja þeir sig líka fram um að fá „hina sýnina“ á allt sem þeir láta frá sér? Ég held að almenningur ætti að spyrja þessara spurninga þegar kemur að því að velja sér einstakling til að hjálpa sér með mataræðið. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr menntun þeirra sem eru ekki með næringarfræðimenntun á bakinu og eru að gefa ráðleggingar um mataræði. En vert er að muna að maður verður ekki góður fræðimaður á því að lesa greinar og velja niðurstöður rannsókna sem henta fyrirfram ákveðnum málflutningi. Slíkt kallast á fræðimálinu „Cherry-picking“ og það geta allir gert, lærðir jafnt sem ólærðir. En þó slíkt sé sagt þá viðurkenni ég fyrstur manna að mjög margir færir einstaklingar hafa haft mjög mikil áhrif á hinar ýmsu fræðigreinar þrátt fyrir litla menntun. Hér á landi hefur þó skapast hefð fyrir því að hinir og þessir gefi ráðleggingar um mataræði. Einhvern veginn finnst mér það vera þannig að þeim mun meiri sem öfgarnar eru að þeim mun fleiri muni hlusta og fara eftir. Meðalhófið sýnist mér vera hundleiðinlegt og því nennir enginn. Sleppum þessum mat, borðum mikið af þessum, alls ekki þennan mat eftir kl. 14 á daginn eru algengar ráðleggingar. Svo hefur maður heyrt ráðleggingar um að eyrnabólga minnki ef þú ert í blóðflokki O og hættir að borða kjúkling. Annað er í svipuðum dúr og ráðleggingar um fjölbreytt, hollt og hóflegt mataræði virðast vera týndar og tröllum gefnar; vísindin, þegar kemur að næringu, eru ekki „hipp og kúl“. Pistil Steinars í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“