Lífið

Viðhald Tiger Woods skilur eftir stutt hjónaband

Marín Manda skrifar
Rachel Uchitel komst í kastljós fjölmiðla er upp komst um samband hennar og golfarans Tiger Woods.
Rachel Uchitel komst í kastljós fjölmiðla er upp komst um samband hennar og golfarans Tiger Woods.

Rachel Uchitel, sem er einna þekktust fyrir að hafa átt í ástarsambandi við golfarann Tiger Woods, stendur í ströngu en eiginmaður hennar, Matt Hahn hefur sótt um lögskilnað frá henni eftir tveggja ára hjónaband.

Parið hefur átt í stormasömu sambandi sem endanlega sauð upp úr þegar Uchitel hringdi í neyðarlínuna í New York í Maí eftir heiftarlegt riflildi. Uchitel bað lögregluna um aðstoð við að koma eiginmanni sínum í burtu úr húsinu en lagði ekki fram formlega kæru.

Matt Hahn sem er fyrrverandi fótboltaleikmaður Penn State segist hafa þurft að þola grimma og ómannúðlega meðferð frá Uchitel. Saman eiga þau  dótturina, Whyatt sem er eins árs.



Það var framhjáhald Tiger Woods við Rachel Uchitel sem að eyðilagði sex ára hjónband hans og Elin Nordegren, en Uchitel telur að móðurhlutverkið hafi breytt henni til hins betra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.