Arnold og Sly flýja úr fangelsi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 15:47 Veggspjald myndarinnar kitlar hasarhunda um víða veröld. Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn. Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti. Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu. Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill. Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október. Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn. Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti. Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu. Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill. Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október. Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein