Lífið

Prinsinn að hitta Cöru Delevingne

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Cara Delevingne hefur slegið í gegn í tískuheiminum að undanförnu.
Ofurfyrirsætan Cara Delevingne hefur slegið í gegn í tískuheiminum að undanförnu.

Harry Bretaprins og ofurfyrirsætan Cara Delevingne hafa sést saman að undanförnu. Harry og Cara hittust fyrst í grillveislu hjá Beatrice prinsessu nýlega og eyddu þau öllum deginum í spjall.

„Harry reyndi strax að fanga athygli Cöru þegar hann tók eftir henni. Það voru fyrirsætur, leikarar og aðalsfólk hvert sem þú leist en Harry og Cara veittu því enga athygli. Þau eyddu öllum deginum í að tala við hvort annað,“ sagði heimildamaður við breska tímaritið LOOK magazine.

Hinn 28 ára gamli Bretaprins og hin tvítuga Cara hafa hist nokkrum sinnum í kjölfar veislunnar og því spennandi að sjá hvort hér sé um næsta ofurpar að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.