Lífið

Marant hannar fyrir Hennes & Mauritz

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Isabel Marant baksviðs á tískusýningu sinni fyrr á árinu.
Isabel Marant baksviðs á tískusýningu sinni fyrr á árinu. Nordicphotos/Afp

Franski hönnuðurinn Isabel Marant hannar fatalínu fyrir Hennes & Mauritz. Þessu uppljóstraði sænski verslanarisinn í morgun enda búin að vera mikil spenna um hvert næsta hönnunarsamstarf keðjunnar yrði.

Fatalína Marant er væntanleg í útvaldar verslanir H&M í nóvember. Hún samanstendur af fatnaði og fylgihlutum og í fyrsta sinn mun hönnuðurinn spreyta sig á herralínu fyrir H&M.

"H&M vinnur bara með bestu hönnuðunum og því er þetta mikill heiður fyrir mig," segir Marant í tilkynningu.

Isabel Marant hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og ljóst að það verða langar raðir er fatalínan kemur í verslanir.

Síðasta hönnunarsamstarf H&M var við tískuhúsið Maison Martin Margiela og þótti það heppnast vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.