Aukin notkun hágæðalíms léttir og styrkir bíla Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 15:45 Í Audi R8 er hágæðalím mikið notað Bílaframleiðendur eins og Audi og Mercedes Benz hafa aukið mjög notkun líms í samsetningu bíla sinna að undanförnu og í leiðinni létt þá umtalsvert. Aukin notkun léttari efna en stáls hefur drifið áfram þessa þróun. Ál, plast, koltrefjar og fleiri létt efni hafa leyst af stál og samsetning slíkra íhluta hefur krafist aukinnar notkunar á hátæknilímefnum, en þá er ekki hægt að sjóða saman eins og stál. Samskonar lím og notað er í Croc skó og tennisspöðum hafa verið notuð af bílaframleiðendunum. Bílaframleiðendur nota nú um 10% af heimsframleiðslunni á þessum hátæknilímefnum en það mun aukast hratt á næstunni. Nýjasta notkunin á þessum límum í bíliðnaðinum hefur verið í spyrnum, "balance"-stöngum, hurðum, stuðurum og dempurum bíla. Þá eru þessi límefni einnig notuð til að fylla uppí smá bil á milli bílaparta sem eykur stífni bílanna, minnkar hljóð og gerir þá sterkari ef til árekstar kemur. Aukin stífni bílanna hefur aukið aksturshæfni þeirra og þeir þola betur óslétt undirlag. Sem dæmi um þá kosti sem notkun á þessari límgerð er í Cadillac GTS, sem er 40% stífari en forverinn og hefur fyrir vikið lést um 25 kíló. Lím sem þessi eru einnig mikið notuð í flugvélasmíði og í farsíma. Af þekktum framleiðendum þessara líma eru Henkel, PPG og Atlas Copco og er Henkel þeirra stærst. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Bílaframleiðendur eins og Audi og Mercedes Benz hafa aukið mjög notkun líms í samsetningu bíla sinna að undanförnu og í leiðinni létt þá umtalsvert. Aukin notkun léttari efna en stáls hefur drifið áfram þessa þróun. Ál, plast, koltrefjar og fleiri létt efni hafa leyst af stál og samsetning slíkra íhluta hefur krafist aukinnar notkunar á hátæknilímefnum, en þá er ekki hægt að sjóða saman eins og stál. Samskonar lím og notað er í Croc skó og tennisspöðum hafa verið notuð af bílaframleiðendunum. Bílaframleiðendur nota nú um 10% af heimsframleiðslunni á þessum hátæknilímefnum en það mun aukast hratt á næstunni. Nýjasta notkunin á þessum límum í bíliðnaðinum hefur verið í spyrnum, "balance"-stöngum, hurðum, stuðurum og dempurum bíla. Þá eru þessi límefni einnig notuð til að fylla uppí smá bil á milli bílaparta sem eykur stífni bílanna, minnkar hljóð og gerir þá sterkari ef til árekstar kemur. Aukin stífni bílanna hefur aukið aksturshæfni þeirra og þeir þola betur óslétt undirlag. Sem dæmi um þá kosti sem notkun á þessari límgerð er í Cadillac GTS, sem er 40% stífari en forverinn og hefur fyrir vikið lést um 25 kíló. Lím sem þessi eru einnig mikið notuð í flugvélasmíði og í farsíma. Af þekktum framleiðendum þessara líma eru Henkel, PPG og Atlas Copco og er Henkel þeirra stærst.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent