Sport

Rúta festist við marklínuna á Frakklandshjólreiðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rútan sem festist í marklínunni.
Rútan sem festist í marklínunni. Nordic Photos / AFP
Ótrúleg uppákoma átti sér stað á fyrsta keppnisdegi Frakklandshjólreiðanna, Tour de France, í dag.

Rúta eins keppnisliðsins festist við marklínuna skömmu áður en fyrstu hjólreiðakapparnir áttu að koma í mark.

Þá voru góð ráð dýr en mótshaldarar ákváðu að færa marklínuna til um þrjá kílómetra. En svo var hætt við allt saman eftir að tókst að losa rútuna.

En skömmu áður en keppendur komu í mark varð mikill árekstur og fjölmargir keppendur rákust saman. Englendingurinn Mark Cavendish sagði algjöra ringulreið hafa ríkt á keppnisstað.

„Fyrst heyrðum við að marklínan hafði verið færð en því var svo aftur breytt. Sú breyting olli árekstrinum. Þetta var blóðbað.“

Vegna þessa fengu allir keppendur skráðan sama tíma eftir fyrsta keppnisdaginn en Þjóðverjinn Marcel Kittel fékk gulu treyjuna eftir að hafa komið fyrstur í mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×