Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2024 08:00 Freyr Alexandersson. Getty Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Sjá meira
Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Sjá meira
Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15