Loga og Lilju gert að grenna sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júní 2013 14:33 Carrie Fisher (t.v.) er 56 ára og Mark Hamill er 61 árs. samsett mynd/getty Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira