Land Rover Defender lúxuskerra Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2013 08:45 Ekki ónýt innrétting í hráum torfærujeppa Land Rover Defender er einn hráasti bíll að innan sem kaupa má og eru sumir traktorar með íburðarmeiri innréttingar en hann. Það þýðir ekki að honum megi breyta. Carisma Auto Design sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og breytti þessum Defender í sannkallaða draumaveröld farþegans. Það er ekki ónýtt að geta farið á þessum bíl um óbyggðirnar í svo miklum lúxus að vart má finna hliðstæðu í Bugatti eða Jaguar bílum. Drekka má ískalt kampavínið uppúr kælunum sem finna má í bílnum og sæta lagi á milli hola til að væta kverkarnar. Einnig má horfa á góða bíómynd á leið upp fjöllin eða þvælast á netinu sitjandi í hvítu stöguðu leðrinu sem prýðir sætin. Ekki fylgir sögunni hversu mikið svona yfirhalning á Defender kostar, en það getur ekki verið ódýrt. Bíllinn er hinsvegar algerlega óbreyttur að utan.Ekki versnar það frá þessu sjónarhorni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Land Rover Defender er einn hráasti bíll að innan sem kaupa má og eru sumir traktorar með íburðarmeiri innréttingar en hann. Það þýðir ekki að honum megi breyta. Carisma Auto Design sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og breytti þessum Defender í sannkallaða draumaveröld farþegans. Það er ekki ónýtt að geta farið á þessum bíl um óbyggðirnar í svo miklum lúxus að vart má finna hliðstæðu í Bugatti eða Jaguar bílum. Drekka má ískalt kampavínið uppúr kælunum sem finna má í bílnum og sæta lagi á milli hola til að væta kverkarnar. Einnig má horfa á góða bíómynd á leið upp fjöllin eða þvælast á netinu sitjandi í hvítu stöguðu leðrinu sem prýðir sætin. Ekki fylgir sögunni hversu mikið svona yfirhalning á Defender kostar, en það getur ekki verið ódýrt. Bíllinn er hinsvegar algerlega óbreyttur að utan.Ekki versnar það frá þessu sjónarhorni
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent