Loeb rústar meti á æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2013 09:44 Sebastian Loeb á Peugeot 208 T16 bílnum við æfingar í Pikes Peak Næsta sunnudag fer Pikes Peak fjallaklifurskeppnin fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þátttakendum boðist 3 æfingadagar fyrir keppnina en nú var einum degi bætt við og var fyrsti dagurinn í gær. Máttu keppendur á bílum æfa sig á neðri helmingi leiðarinnar, en mótorhjólamenn máttu fara alla leið upp. Dagurinn var ekki tíðindalaus, en tveimur ökumönnum tókst að gereyðileggja bíla sína með útafakstri. Fréttnæmara er þó að Sebastian Loeb rústaði núverandi meti Rhys Millen á neðri hlutanum. Hann rann skeiðið á 3:30,768 mínútum en Rhys náði í fyrra 3:54,835 á Hyundai Genesis Coupe Unlimited Racer bílnum. Þarna munar svo miklu að svo gæti farið að Loeb bætti met Millen um hátt í eina mínútu á sunnudaginn, þegar öll leiðin verður farin. Allavega hefur Leob bæði hæfileikana og bílinn til þess, 875 hestafla Peugeot 208 T16. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Næsta sunnudag fer Pikes Peak fjallaklifurskeppnin fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þátttakendum boðist 3 æfingadagar fyrir keppnina en nú var einum degi bætt við og var fyrsti dagurinn í gær. Máttu keppendur á bílum æfa sig á neðri helmingi leiðarinnar, en mótorhjólamenn máttu fara alla leið upp. Dagurinn var ekki tíðindalaus, en tveimur ökumönnum tókst að gereyðileggja bíla sína með útafakstri. Fréttnæmara er þó að Sebastian Loeb rústaði núverandi meti Rhys Millen á neðri hlutanum. Hann rann skeiðið á 3:30,768 mínútum en Rhys náði í fyrra 3:54,835 á Hyundai Genesis Coupe Unlimited Racer bílnum. Þarna munar svo miklu að svo gæti farið að Loeb bætti met Millen um hátt í eina mínútu á sunnudaginn, þegar öll leiðin verður farin. Allavega hefur Leob bæði hæfileikana og bílinn til þess, 875 hestafla Peugeot 208 T16.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent