Bílar

Hefur ekki við að framleiða ökuhæfa smábíla

Finnur Thorlacius skrifar
Bæði fullorðnir og börn geta ekið bílunum
Bæði fullorðnir og börn geta ekið bílunum
Nathan Redfearn hefur framleitt ökuhæfa smábíla í 9 ár og var við það að hætta framleiðslunni þar sem hún var bæði mjög tímafrek og óarðbær. Þá gerðist það að bílavefurinn jalopnik.com birti grein um þessa sætu bíla hans og daginn eftir voru 300 fyrirspurnir í pósthólfi hans.

Nú framleiðir hann 8-10 bíla á mánuði, veitir 32 starfsmönnum vinnu og hefur ekki undan eftirspurninni. Þessi bílar hans eru eftirlíkingar af frægum sportbílum og eru um það bil helmingi minni. Samt kemst venjulegt fólk í þá, þrátt fyrir að upphaflega hafi hann smíðað þá fyrir börn.

Honum fannst þeir plastbílar sem í boði voru fyrir börn glataðir og tók málin í sínar hendur. Hann smíðaði eftirlíkingu að Porsche 356 sportbílnum í heimaborg sinni Saigon í Víetnam og var bíllinn alger eftirmynd hans, smíðaður úr trefjaplasti, en fullkomlega ökuhæfur með litla vél. Smíði hans spurðist út og pantanir til tveggja ára bárust snögglega.

Síðan minnkaði eftirspurnin og Redfearn gerði sér grein fyrir því að smíði hans skilaði litlu, en þá birtist fréttin á jalopnik.com. Bílarnir smáu eru með 110cc Honda vél sem kemur bílunum í 73 km hraða. Þeir eru ansi vel búnir, með Brembo diskabremsum, sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, breiðar álfelgur, Rack and pinion stýringu, fullkomið mismunadrif og spólvörn.

Vélin er að framan og afturhjóladrif eins og í sönnum sportbílum. Stilla má bæði sæti og pedalastöðu svo bæði börn og fullorðnir geti ekið bílunum. Nú er fyrirtæki Redfearn að hefja smíðí smábílaeftirlíkinga af bílunumAston Martin DB5, Jaguar XK120, Ferrari 250 California Spyder og AC Cobra. 


Hér sést stærð bílanna í réttu ljósi
Undirvagn bílanna





×