Lífið

Tvifararnir Gillz og Ronaldo

Ellý Ármanns skrifar
Egill „Gillz Einarsson" er staddur á Mallorca á Spáni ásamt félögum sínum í 10 daga ferð. Egill hefur verið duglegur að leyfa vinum sínum á Facebook að fylgjast með ferðalaginu þar sem hann ásamt fjölmiðlamönnunum Auðunni Blöndal og Hjörvari Hafliðasyni sleikja sólina eins og enginn sé morgundagurinn.

Cristiano Ronaldo sólaði sig ásamt vinum sínum á Miami í gulri sundskýlu.
Egill setti inn mynd af sér sem skoða má hér og viti menn Facebookvinir hans byrjuðu strax að líkja Agli við Cristiano Ronaldo sem er einnig léttklæddur í fríi með vinum nema hvað að fótboltastjarnan er stödd á Miami.

„35 gráður í dag. Það er bara of mikið!" skrifaði Egill með þessari mynd af sér sem hann póstaði á Facebooksíðunni sinni.
Fyrst og fremst heiður  

„Þetta er fyrst og fremst mikill heiður fyrir Ronaldo að vera borinn svona saman við íslenskan bodybuilder," svarar Egill þegar við hringjum í hann og spyrjum hann út í samanburðinn. 

„Hann er örugglega upp með sér mér ef þú bjallar í hann. Það vantar kjöt a flesta knattspyrnumenn, nema Ronaldo, hann er einn af fáum sem rífur almennilega í járnin, enda aldrei meiddur og getur sett boltann í vinkilinn af 40 metrunum," segir Egill áður en hann skottast aftur í sólbað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.