Nissan hrellir aðra bílaframleiðendur með verðlækkunum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 13:15 Nissan er ekki á bremsunni um þessar mundir Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lækkað 7 af bílgerðum sínum umtalsvert í því augnamiði að ná meiri markaðshlutdeild vestanhafs. Í síðasta mánuði báru lækkanirnar tilætlaðan árangur og óx sala Nissan bíla þar um 25%, sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalsaukningin. Nissan er að nýta sér mikla lækkun japanska yensins gagnvart dollar, sem numið hefur 15% á árinu. Fyrir vikið getur Nissan slegið af um 1.500 dollara á hverjum bíl án þess að það hafi neikvæð áhrif á afraksturinn. Bandarísku framleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler reyna hvað þeir geta til að keppa gegn þessu útspili Nissan, en þau höfðu áður þurft að lækka bíla sína til að höfða til kaupenda, en höfðu að mestu aflagt þá aðferð, enda gekk sala þeirra vel fram að þessu útspili Nissan. Það voru einmitt tíðar verðlækkanir og tilboð sem keyrðu alla bandarísku framleiðendurna til gjaldþrots árið 2009 og þeir vilja sannarlega ekki feta þessa slóð aftur. Því eru þeir logandi hræddir að Toyota muni fylgja í kjölfar Nissan og þá Honda elta þá líka og þá yrði fjandinn laus. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lækkað 7 af bílgerðum sínum umtalsvert í því augnamiði að ná meiri markaðshlutdeild vestanhafs. Í síðasta mánuði báru lækkanirnar tilætlaðan árangur og óx sala Nissan bíla þar um 25%, sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalsaukningin. Nissan er að nýta sér mikla lækkun japanska yensins gagnvart dollar, sem numið hefur 15% á árinu. Fyrir vikið getur Nissan slegið af um 1.500 dollara á hverjum bíl án þess að það hafi neikvæð áhrif á afraksturinn. Bandarísku framleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler reyna hvað þeir geta til að keppa gegn þessu útspili Nissan, en þau höfðu áður þurft að lækka bíla sína til að höfða til kaupenda, en höfðu að mestu aflagt þá aðferð, enda gekk sala þeirra vel fram að þessu útspili Nissan. Það voru einmitt tíðar verðlækkanir og tilboð sem keyrðu alla bandarísku framleiðendurna til gjaldþrots árið 2009 og þeir vilja sannarlega ekki feta þessa slóð aftur. Því eru þeir logandi hræddir að Toyota muni fylgja í kjölfar Nissan og þá Honda elta þá líka og þá yrði fjandinn laus.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent