Lífið

Kanye gaf Kim svartan trúlofunarhring

Kim Kardashian og Kanye West eru sögð trúlofuð.
Kim Kardashian og Kanye West eru sögð trúlofuð. Nordicphotos/getty
Sagt er að rapparinn Kanye West hafi beðið um hönd Kim Kardashian skömmu eftir að dóttir þeirra, North, kom í heiminn. Þessu heldur slúðurmiðillinn The Sun fram.

Tímaritið segir parið ætla að ganga í hjónaband í París í september. Trúlofunarhringurinn mun hafa kostað 95 milljónir króna og er skreyttur sjaldgæfum, svörtum demanti.

Parið hefur verið saman frá því í apríl í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.