Nýr lítill Lexus jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 11:53 Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent