Lífið

Rapptextar þýddir á táknmál

Wu Tang Clan var á meðal þeirra sveita er stigu á stokk á Bonnaroo tónlistarhátíðinni um síðustu helgi.
Wu Tang Clan var á meðal þeirra sveita er stigu á stokk á Bonnaroo tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Nordicphotos/getty
Rappsveitin Wu Tang Clan var á meðal þeirra er stigu á stokk á tónlistarhátíðinni Bonnaroo um síðustu helgi. Athygli vakti að táknmálstúlkur var á sviði með hljómsveitinni og yfirfærði texta sveitarinnar yfir á táknmál af mikilli innlifun.

Nafn túlksins ku vera Holly og þýddi hún einnig texta R. Kelly fyrir áhorfendur. Á vefsíðunni Stereogum.com segir að Holly hafi ekki einungis þýtt textana; hún stal hreinlega senunni.

Hér má sjá annað myndband af Holly á sviði með Wu Tang Clan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.