Audi rekur þróunarstjórann Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 09:36 Wolfgang Dürheimer brottrekinn þróunarstjóri Audi Wolfgang Dürheimer hefur gegnt starfi þróunarstjóra Audi frá miðju síðasta ári og bar hann ábyrgð á stefnu Audi varðandi framleiðslulínu fyrirtækisins og áherslur í tækniþróun. Svo oft hefur stefna Dürheimer stangast á við skoðanir forstjóra Volkswagen Group, Martin Winterkorn, að hann hefur nú rekið Dürheimer, segir í tímaritinu Des Spiegel. Áður en Dürheimer hóf störf hjá Audi gegndi hann samskonar starfi hjá Bentley og Bugatti, en bæði þau merki tilheyra Volkswagen. Þar á undan var hann þróunarstjóri Porsche og er hann ef til vill þekktastur fyrir að hafa tekið ákvörðun um framleiðslu á Cayenne jeppanum sem reynst hefur Porsche svo arðsamt. Hjá Audi hefur Dürheimer dregið mjög úr áherslu á rafmagnsbíla og hann tók ákvörðun um að stöðva kostnaðarsama þróun R8 E-Tron og A1 E-Tron rafmagnsbílanna. Winterkron hefur einnig verið óánægður með stefnu Dürheimer í hönnun og útliti Audi bíla og á endanum gátu þeir tveir hreinlega ekki unnið saman. Framtíð Dürheimer hjá Volkswagen grúppunni er óljós sem stendur, en eftirmaður hans verður Ulrich Hackenberg. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Wolfgang Dürheimer hefur gegnt starfi þróunarstjóra Audi frá miðju síðasta ári og bar hann ábyrgð á stefnu Audi varðandi framleiðslulínu fyrirtækisins og áherslur í tækniþróun. Svo oft hefur stefna Dürheimer stangast á við skoðanir forstjóra Volkswagen Group, Martin Winterkorn, að hann hefur nú rekið Dürheimer, segir í tímaritinu Des Spiegel. Áður en Dürheimer hóf störf hjá Audi gegndi hann samskonar starfi hjá Bentley og Bugatti, en bæði þau merki tilheyra Volkswagen. Þar á undan var hann þróunarstjóri Porsche og er hann ef til vill þekktastur fyrir að hafa tekið ákvörðun um framleiðslu á Cayenne jeppanum sem reynst hefur Porsche svo arðsamt. Hjá Audi hefur Dürheimer dregið mjög úr áherslu á rafmagnsbíla og hann tók ákvörðun um að stöðva kostnaðarsama þróun R8 E-Tron og A1 E-Tron rafmagnsbílanna. Winterkron hefur einnig verið óánægður með stefnu Dürheimer í hönnun og útliti Audi bíla og á endanum gátu þeir tveir hreinlega ekki unnið saman. Framtíð Dürheimer hjá Volkswagen grúppunni er óljós sem stendur, en eftirmaður hans verður Ulrich Hackenberg.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent