Lífið

Stelpurnar í FC Ógn sigruðu selebin

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Valgarður Gíslason
Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason ljósmyndari á styrktarknattspyrnuleik þekktra söngvara og FC Ógnar sem fram fór á gervigrasinu í Frostaskjóli í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum lögðu allir leikmenn sig þvílíkt fram en leikurinn var hnífjafn þar til FC Ógn sigraði í vítaspyrnukeppni.



Bæði liðin sendu kveðju á Facebook

„Við í FC Ógn þökkum mótherjum fyrir glæsilega og skemmtilega keppni... algjörir snillingar þar á ferð...einnig þökkum við öllum þeim sem komu og tóku þátt í leiknum með okkur.. .og öllum hinum sem voru með í anda.... Saman getum við flest.... TAKK," skrifaði Rakel Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá Vesturporti og leikmaður knattspyrnuliðsins FC Ógnar.



Við áttum engin svör

Eftirfarandi skrifaði Jón Ólafsson tónlistarmaður og mótherji FC Ógnar: „Eftir hnífjafnan leik sýndu stúlkurnar úr Ógninni mátt sinn og megin í vítaspyrnukeppni og sigruðu. Þar áttum við engin svör. Þetta var rosalega skemmtilegt og ég þakka kærlega fyrir mig og mitt lið."


Ágóði leiksins rennur óskertur til Ágústu 

Allur ágóði leiksins rennur óskertur til Ágústu Amalíu Sigurbjörnsdóttir sem greindist með Hodgins eitilfrumuæxli fyrir stuttu. Ágústa er þriggja barna móðir og kennir við Flataskóla, en er um þessar mundir í lyfjameðferð og er því frá vinnu. 

Þeir sem vilja leggja málefninu lið er bent á styrktarreikninginn: 0536-14-300768, Kt. 150174-5899.

 

Smelltu á efstu mynd í fréttinni til að skoða allt albúmið. Sjón er sögu ríkari.

Magni Ásgeirsson tók sig vel út í gallanum.
Sóknin var öflug.
Jón Ólafsson hefur engu gleymt en hann tæklaði liðið eins og honum einum er lagið.
Sigríður Beinteinsdóttir var öflug. Sjáið David James fylgjast þetta líka svona vel með leiknum.
Hreimir Örn Heimisson - Kaflaskiptur líkami með sexappeal svo fullkominn.
Klárar, fimar og fallegar.
Flottir feðgar Garðar Thor Cortes með son sinn Kormák.
Krafturinn og samheldnin sést svo greinilega á þessari mynd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.