Lífið

Rihanna sló tónleikagest í höfuðið

Rihanna  var ekki í essinu sínu á tónleikum í Birmingham.
Rihanna var ekki í essinu sínu á tónleikum í Birmingham. Nordicphotos/Getty
Poppstjarnan Rihanna var ekki upp á sitt besta er hún hélt tónleika í Birmingham á dögunum.

 

Rihanna mætti tveimur tímum of seint á svið en til hennar sást út á lífinu fram á rauða nótt kvöldið áður ásamt fyrirsætunni Cöru Delvigne.

 

Á sviðinu sjálfu missti Rihanna svo stjórn á skapi sínu sló aðdáanda í hausinn með hljóðnemanum. Atvikið náðist á myndband sem birt er á vef Daily Mail.

 

Rihanna fékk ekki góða dóma fyrir tónleikana og gefur gagnrýnandi London Standard þeim þrjár stjörnur og segir Rihönnu þurfa pásu og aðdáendur hennar líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.