Viðskipti innlent

Furðuleg íslensk símaauglýsing vekur athygli

Valur Grettisson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Tæknivara (TVR).
Skjáskot úr myndbandinu og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Tæknivara (TVR).
„Við gleðjumst yfir þessari velgengni, þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sveinn Tryggvason, rekstrarverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Tæknivörum sem standa að baki Samsung-auglýsingu sem hefur vakið heimsathygli.

Þegar hafa yfir 600 þúsund manns skoðað myndbandið á fimm dögum auk þess sem helstu tæknisíður veraldar hafa fjallað um auglýsinguna.

Umfjallanirnar eru þó allar á einn veg - að auglýsingin sé stórfurðuleg.

„Það var með ráðum gert,“ svarar Sveinn þegar hann spurður út í viðbrögð erlendra heimasíðna við auglýsingunni. Hann segir enga tilviljun að það megi finna dansandi ninjur og íslenska sauðkind í myndskeiðinu.

Hann segir tilgang auglýsingarinnar hafa verið að ná athygli erlendra fréttasíðna, en auglýsingin sé þó ætluð fyrir heimamarkaðinn.

Sveinn segir að símarnir notist við fyrirbæri sem heitir almannarómur, en Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur, stóðu fyrir söfnun íslenskra raddsýna í samstarfi við Google. Símarnir skilja því íslensku þökk sé fyrrnefndu rannsóknarsamstarfi.

Tæknivörur (TVR) starfar á sviði innflutningi, dreifingu og þjónustu á farsímum, spjaldtölvum og ýmsum öðrum notendabúnaði tengdum fjarskiptum, tölvum og heimilistækjum.

Hægt er að horfa á auglýsinguna hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×