Sex ára drengur á þaki fjölskyldubílsins í 5 km Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 09:15 Frá þjóðvegi í Alaska Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent