Sport

Ferguson og James Bond fylgjast með Wimbledon | Myndir

Ferguson heilsar fólki í stúkunni.
Ferguson heilsar fólki í stúkunni.
Einn stærsti íþróttaviðburður ársins á Bretlandseyjum fer nú fram. Það er Wimbledon-mótið í tennis. Það er enginn maður með mönnum nema hann láti sjá sig á mótinu.

Fjöldi þekktra einstaklinga hefur lagt leið sína á mótið til þessa og þar á meðal í dag.

Þá var sjálfur Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, mættur til þess að fylgjast með. Hann kom með mömmu Andy Murray sem er vonarstjarna Breta á mótinu.

Fleiri úr fótboltaheiminum voru á svæðinu. Þar á meðal Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, og Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd.

Á meðal annarra fyrirmenna má nefna George Lazenby en hann lék James Bond í myndinni On her Majesty´s Secret Service. Það var árið 1969.

Myndir af þessu fólki má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×