Ford F-150 slær við Toyota Camry vestra Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 16:15 Ford F-150 pallbíllinn Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent