VW Golf TDI BlueMotion sá sparneytnasti Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 14:15 Volkswagen Golf BlueMotion er 15% sparneytnari en forverinn Nýjasta útfærsla VW Golf bílsins, BlueMotion er 15% sparneytnari en forverinn og var hann þó sparneytinn mjög. Þessi árangur hefur gert þennan bíl að einum þeim sparneytnasta sem knúinn er venjulegri vél er ekki nýtur aðstoðar annarrar tækni, svo sem Hybrid eða rafmagns. Hann eyðir litlum 3,2 lítrum að sögn Volkswagen og þar sem hann er með 50 lítra eldsneytistank dugar það honum til 1.500 kílómetra aksturs. Hann skilar sínu hámarksafli, 108 hestöflum á snúningssviðinu 1.500 til 3.000. Það sem aðgreinar þennan BlueMotion bíl er til dæmis lækkuð yfirbygging, vindkljúfur á þaki og loftkæling á grillinu sem opnast og lokast eftir þörfum. Vélin er tengd sex gíra beinskiptingu. Þrátt fyrir þessa litlu eyðslu er hann enginn letingi og fer í hundraðið á 10,5 sekúndum. Bíllinn kemur á 15 tommu álfelgum og er til dæmis útbúinn búnaði sem leggur sjálfur í stæði. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent
Nýjasta útfærsla VW Golf bílsins, BlueMotion er 15% sparneytnari en forverinn og var hann þó sparneytinn mjög. Þessi árangur hefur gert þennan bíl að einum þeim sparneytnasta sem knúinn er venjulegri vél er ekki nýtur aðstoðar annarrar tækni, svo sem Hybrid eða rafmagns. Hann eyðir litlum 3,2 lítrum að sögn Volkswagen og þar sem hann er með 50 lítra eldsneytistank dugar það honum til 1.500 kílómetra aksturs. Hann skilar sínu hámarksafli, 108 hestöflum á snúningssviðinu 1.500 til 3.000. Það sem aðgreinar þennan BlueMotion bíl er til dæmis lækkuð yfirbygging, vindkljúfur á þaki og loftkæling á grillinu sem opnast og lokast eftir þörfum. Vélin er tengd sex gíra beinskiptingu. Þrátt fyrir þessa litlu eyðslu er hann enginn letingi og fer í hundraðið á 10,5 sekúndum. Bíllinn kemur á 15 tommu álfelgum og er til dæmis útbúinn búnaði sem leggur sjálfur í stæði.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent