Loeb rústaði Pikes Peak metinu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2013 14:03 Peugeot bíll Loeb á leið upp fjallið Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent