Lífið

Málmleitartæki fann ekki hringinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Á þessari mynd, sem tekin er árið 2009, má sjá hringinn umrædda á baugfingri Egils.
Á þessari mynd, sem tekin er árið 2009, má sjá hringinn umrædda á baugfingri Egils. mynd/gva
„Ég missti hann á útitröppurnar og heyrði meira að segja hljóðið þegar hann datt,“ segir Egill Helgason um giftingarhringinn sinn sem kom í leitirnar í dag eftir að hafa verið týndur í tvö ár.

„Einhvern veginn skoppaði hann út í garð og hann fannst aldrei,“ segir Egill, sem gekk svo langt að leigja málmleitartæki til þess að finna hringinn, en það bar ekki árangur.

„Svo komu einhverjir menn í gær til að grafa fyrir ljósleiðara sem hafa grafið hann upp. Tengdamóðir mín kom svo auga á hann í morgun. Hann hafði þá verið falinn þarna í jörðu í einhver tvö ár,“ segir Egill, sem hefur ekki verið með neitt á fingrinum frá því hringurinn týndist.

Hringleysið hefur þó ekki orðið til þess að hitt kynið hafi gerst ágengara við Egil. „Nei það hefur verið alveg laust við það,“ segir hann og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.