Byrjum á slaginu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 23:27 Greinarhöfundur gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. mynd/getty „Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo! Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo!
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira