Lífið

"Gosling var bara yndislegur"

Kristján Hjálmarsson skrifar
Ryan Gosling og María Klara Jónsdóttir á leið til Íslands í morgun.
Ryan Gosling og María Klara Jónsdóttir á leið til Íslands í morgun. Mynd/Úr einkasafni
"Gosling var bara yndislegur. Það fór ekkert fyrir honum. Hann var mjög kurteis og almennilegur - bara fínn strákur," segir María Klara Jónsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair.

Bandaríski hjartaknúsarinn Ryan Gosling kom aftur til landsins í morgun eftir stutt ferðalag til Bandaríkjanna. Hann flaug frá New York með Icelandair og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir sjö. María Klara var flugfreyja um borð í vélinni og fékk að smella mynd af sér með kappanum.

Gosling hefur verið að klippa mynd sína, How to Catch a Monster, með Valdísi Óskarsdóttur hér á landi en myndin er frumraun hans í leikstjórastólnum.

"Hann er mjög hrifinn af landi og þjóð segir," María Klara. Gosling var þó ekki eini heimsfrægi leikarinn um borð því  framar í vélinni var bandaríski leikarinn Gabriel Macht, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn harðsvíraði Harvey Specter í sjónvarpsþáttunum Suits. Hann kom til landsins ásamt konu sinni og barni.

"Þetta var full mikið af því góða. Þetta eru samt bara ósköp venjulegir menn. Ég er ekki viss um að aðrir farþegar hafi þekkt þá, nema kannski við flugfreyjurnar sem vorum að fara yfir um," segir María Klara og hlær.

Þetta er þriðja sumarið sem María Klara vinnur sem flugfreyja hjá Icelandair. Gosling og Macht eru ekki einu frægðarmennin sem hún hefur hitt í vinnunni því eitt sinn var Noregskonungur meðal farþega. 

"Hann var bara slakur frammí," segir María Klara og skellir upp úr. "Þetta í morgun toppaði samt sumarið og jafnvel árið held ég bara."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.