Lífið

Umbreytt Hildur Lilliendahl

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hildur Lillendahl prýðir forsíðu Vikunnar þessa vikuna.
Hildur Lillendahl prýðir forsíðu Vikunnar þessa vikuna.
Kvenskörungurinn Hildur Lilliendahl prýðir forsíðu Vikunnar sem kom út í dag, en þar er hún nánast óþekkjanleg. Á myndinni sést Hildur umbreytt, stífmáluð með sítt ljóst hár, klædd í fleginn kjól úr Prinsessunni í Mjódd.

„Undirbúningurinn tók allan daginn. Ég sat í förðun í tvo tíma, fór í himinháa hæla og var með bæði gerviaugnhár og með hárkollu. Svo fór ég í þessu einkennilegu föt, en ég klæddist ég kjól úr Prinsessunni í Mjódd í myndatökunni. Mér leið alveg gríðarlega asnalega“ segir Hildur.

Tilgangur umbreytingarinnar var að vekja athygli á staðalímyndum í Ungfrú Ísland, en segja má að Hildur hafi tekið „lúkkið“ alla leið.

„Að vísu sleppti ég brúnkunni en ég notaði límband til að ýta brjóstunum á mér uppi,“ segir Hildur.

En hefur Hildur íhugað að skipa um stíl? „Nei, ekki séns. Ég gæti svo sannarlega ekki hugsað mér það. Ég myndi aldrei nenna þessu, þetta er mun meiri vinna en ég hefði haldið. Fyrir utan það að mér finnst þetta bara alveg skelfilega ljótt. Afhverju þarf þetta fegurðardrottningalúkk að vera svona hallærislegt?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.