Lífið

Bretlandsdrottning orðin óþolinmóð

Elísabet ætlar að drífa sig í frí á næstu dögum og óttast að missa af fæðingunni.
Elísabet ætlar að drífa sig í frí á næstu dögum og óttast að missa af fæðingunni. MYND/GETTY
Heimsbyggðin bíður þess nú í ofvæni að konunglegt barn komi í heiminn. Sjálf Elísabet Bretlandsdrottning er orðin óþreyjufull.

Settur dagur hjá Katrínu, hertogaynju af Camebridge, var 13 júlí síðastliðinn. Hún hefur því gengið fjóra daga framyfir með barn sitt og Vilhjálms prins. Barnið verður númer þrjú í erfðaröðinni að bresku krúnunni.

Drottningin lét hafa það eftir sér í gær að nú væri hún orðin óþolinmóð að bíða eftir barnabarnabarni sínu. Hin áttatíu og sjö ára gamla drottning er nefnilega á leiðinni í frí til Skotlands á næstu dögum og þætti leiðinlegt að missa af fæðingunni.

Þá sagði hún að henni væri alveg sama hvers kyns barnið yrði, hún vildi bara að það færi að flýta sér í heiminn.

Óhætt er að segja að barnsins sé beðið með mikilli óþreyju, og þá sérstaklega í bretlandi, þar sem ákveðin viðskiptaheimur hefur skapast í kringum fæðinguna. Síðustu vikur hafa verið opnaðir ýmsir veðbankar þar sem hægt er að giska á þyngd og kyn barnsins og leggja peninga undir. Þá hafa ágengir ljósmyndarar fyrir löngu komið sér fyrir við við spítalann þar sem Katrín mun koma til með að fæða.

NY post greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.